144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[14:43]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Hér er verið að leggja til að 300 millj. kr. af þeirri upphæð sem Alþingi ákvað að ætti að renna til barnafjölskyldna í landinu renni í ríkissjóð. Eins og hv. þingmenn muna var það einmitt tillaga sem var hér á sveimi — var að vísu ekki lögð fram og dregin til baka — um að skera niður barnabætur fyrir árið 2014 um einmitt 300 millj. kr. Það var strax ljóst við fyrstu úthlutun á þessu ári að afgangur yrði ef viðmiðunum í skattalögum yrði ekki breytt. Ég lagi til að viðmiðunum yrði breytt, hv. stjórnarliðar greiddu atkvæði gegn því þannig að niðurskurðartillagan, sem var mótmælt bæði hér í þingsal og utan hans, var dregin til baka en er svo sannarlega að koma hér fram og hv. stjórnarþingmenn að greiða atkvæði með henni.