144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

framlagning breytingartillögu við rammaáætlun.

[17:39]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill greina frá því að í framhaldi af þeim umræðum sem fram fóru hér fyrr í dag um áform formanns atvinnuveganefndar um að fjölga þeim kostum sem færu í nýtingarflokk er frá því að segja að það var skilningur formannsins að þau áform hefðu ekki verið lögð fram með formlegum hætti og að ætlun hans hefði verið sú að leggja þá tillögu sína fram með formlegum hætti og taka hana til afgreiðslu á nefndarfundi síðar.

Forseti boðaði þingflokksformenn til fundar síðdegis þar sem þessi mál voru til umræðu og að ósk formanna þingflokka stjórnarflokkanna var ákveðið að fresta áformuðum fundum í atvinnuveganefnd, a.m.k. þar til að lokið væri umfjöllun um þau mál á vettvangi þingflokka stjórnarflokkanna. Varð það niðurstaðan þannig að þá má segja að það mál sem hér hefur verið mjög til umræðu í dag hafi að minnsta kosti skýrst með þeim hætti að þetta sé sú niðurstaða sem við komumst að í dag eins og ég hef þegar greint frá.