144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

um fundarstjórn.

[17:42]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir þann fund sem haldinn var í dag af forseta með þingflokksformönnum. Það er gott að málið sé komið í einhvern farveg innan þingsins. Við í Samfylkingunni leggjum ríka áherslu á að farið verði að lögum um rammaáætlun. Tillöguflutningur með þessum hætti, hvort heldur er í formi frumvarps eða breytingartillögu milli umræðna, er ekki í samræmi við lög um rammaáætlun og við vörum við því að stjórnarmeirihlutinn ætli að fara að ganga hér á svig við þau lög sem sett hafa verið í landinu.