144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

Haf- og vatnarannsóknir.

391. mál
[17:59]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Mig langar aðeins að spyrja af því ég er ekki búinn að fara yfir málið í smáatriðum: Hvað með rannsóknir í sambandi við fiskeldi og eftirlit með slíku? Nú er það vaxandi atvinnugrein, sérstaklega á Vestfjörðum.

Hér kom fram í ræðustóli, án þess að ég hafi haft tækifæri til að tékka betur á því, að staða í sambandi við rannsóknir sem staðsett hafði verið á Ísafirði, gott ef ekki var hjá Fiskistofu þar, hafi verið færð undir Matís og sé komin á Selfoss. Það virkaði nú eitthvað undarlega. Mig langar aðeins að heyra tengingu þar á milli og um samlegðaráhrifin, hvort það hafi verið skoðað sem slíkt, eða heyrir það alfarið undir Fiskistofu?