144. löggjafarþing — 38. fundur,  28. nóv. 2014.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar.

365. mál
[11:10]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það má kannski benda hæstv. ráðherra á að það eru gefin hér út þingtíðindi og þau eru öll á vefnum. Það er því hægt að undirbúa sig fyrir að flytja frumvarp af þessu tagi sem er veigamikið og snertir í lífi margra hér áhrifaríkustu stofnun þessa þjóðfélags.

Í 1. gr. stendur: „Kirkjuþing setur nánari ákvæði í starfsreglur skv. 59. gr. um kirkjuaga innan þjóðkirkjunnar.“

Ég spyr: Er búið að setja nánari starfsreglur samkvæmt 59. gr.?