144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

tilkynning um skrifleg svör.

[13:32]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill tilkynna að borist hafa tvö bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 443, um framlög til rannsókna í þágu sjávarútvegs og landbúnaðar, frá Brynhildi Pétursdóttir, og á þskj. 471, um umhverfismat vegna áforma um lagningu háspennulínu um Sprengisand, frá Svandísi Svavarsdóttur.

Einnig hefur borist bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 506, um aðgang að upplýsingum við vinnu við fjárlaga- og tekjufrumvörp, frá Jóni Þór Ólafssyni.

Borist hefur bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 159, um söfnunarútsendingar í Ríkisútvarpinu, frá Ólínu Þorvarðardóttur.