144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[17:28]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég hef líka haft töluvert miklar áhyggjur af fjölmiðlum á Íslandi. Við erum uppi á mjög sérstökum tímum sem ég kalla umskiptingatíma eða „transitional times“, með leyfi forseta. Allt sem við erum vön er að breytast, þar á meðal starfsumhverfi fjölmiðla. Ég hef áhyggjur af því að þessi aukni skattur á fjölmiðlaumhverfið gæti hreinlega orðið lokanaglinn í líkkistu dagblaðaútgáfu og tímaritaútgáfu. Það veldur mér töluvert miklum áhyggjum. Á sama tíma á að minnka aðgengi að bókum, fýsískum bókum, þegar við horfum upp á tölfræði um það að bókmenntalestur, t.d. drengja, hefur dregist verulega mikið saman.

Mig langar að spyrja (Forseti hringir.) hv. þm. Katrínu Jakobsdóttur hvort hún telji að áhyggjur mínar séu á rökum reistar.