144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[21:05]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Já, við vitum, ef við byrjum fyrst á sauðfjárbændum, að þeir eru nú yfir höfuð frekar illa haldnir, eru ekki sá þjóðfélagshópurinn sem hefur mikið á milli handanna. Ég tek undir áhyggjur Bændasamtakanna af því að lækkun á vörugjöldum, sem þýðir þá meiri innflutning, og hækkun á virðisaukaskatti á matvæli geri samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu mjög óhagstæða og ég hef áhyggjur af því.

En varðandi hugsanlegan virðisaukaskatt á kvóta og leigu á kvóta þá mundi ég jafnvel halda að við gætum áfram haft neðra þrepið 7%. Þó við færum ekki hraðar út í það en setja á 7% væri hægt að lækka efra þrepið og við hefðum afgang til að gera ýmislegt gott fyrir þjóðfélagið.