144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[21:09]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Lilju Rafneyju Magnúsdóttur fyrir að setja breytingarnar sem við fjöllum hér um í stærra samhengi. Eins og ég fór yfir í ræðu minni áðan þá óx ójöfnuður mjög þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur voru síðast saman í ríkisstjórn. Við snerum því við en nú fer hann að aukast aftur. Hvernig borðar maður fíl? Maður borðar hann í bitum. Það var byrjað á veiðigjaldinu og síðan haldið áfram með veiðigjaldið og virðisaukaskatt á ferðaþjónustu, skattar á millitekjufólk og hátekjufólk voru lækkaðir og auðlegðarskatturinn afnuminn. Það voru engar tekjuskattslækkanir um síðustu áramót fyrir þá með lægstu tekjurnar. Núna er komið að matarskattinum og boðaðar eru frekari breytingar á honum. Það á að hækka hann upp í 14% að ári liðnu. (Forseti hringir.)

Á hvaða vegferð erum við?