144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[21:11]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna. Eins og fram kom í ræðu minni þá hef ég miklar áhyggjur af aukinni stéttaskiptingu í landinu, ekki bara gagnvart launamismun heldur líka af því umhverfi sem mörgum börnum er gert að alast upp í, að geta ekki notið þess sama og jafnaldrar þeirra vegna þess að það er alltaf verið að þrengja meira og meira að þeim sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Þetta virkar eins og einhver frasi en þetta er ekki frasi. Það er fólk í þjóðfélaginu sem á virkilega erfitt og ríkisstjórnin hefur stefnt að því — ég vildi óska að það væri ekki meðvitað — með öllum málunum sem hún hefur lagt hérna fram að auka ójöfnuðinn og gera fólki (Forseti hringir.) með lágar tekjur erfiðara fyrir að framfleyta sér.