144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[21:12]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Nei, þetta er enginn frasi, heldur betur ekki. Þarna kristallast sú hugmyndafræði hægri flokkanna að huga aðallega að vinum sínum og félögum sem er í andstöðu við hugmyndafræði vinstri flokkanna um að jöfnuður sé eftirsóknarverður fyrir samfélög. Hæstv. fjármálaráðherra gagnrýnir iðulega flokkinn minn fyrir að vilja bara hækka og hækka skatta. Hann vill svo mikið lækka þá nema þegar kemur að þeim sem helst þurfa á skattalækkunum að halda, þá er hann ekki tilbúinn til þess. Við gerðum það þegar við komum á þrepaskatti í tekjuskattskerfinu eins og aðrar siðaðar þjóðir hafa, en það er líka boðað (Forseti hringir.) að það eigi að breyta því til viðbótar við þetta.