144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[21:32]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Hv. þingmanni varð tíðrætt um gögn sem við höfum ekki mikið af hér og þess vegna væru ákvarðanir reistar kannski meira með því að sjá hver vindáttin væri en að við vissum nákvæmlega hvað við værum að gera. Ég krydda þetta kannski svolítið en nú er hv. þingmaður í fjárlaganefnd og mér datt í hug undir ræðunni að í fyrra, á haustþinginu fyrir ári, voru samþykktar hér heimildir og lög sem gera Hagstofunni heimilt að safna alveg gífurlegu gagnamagni. Ég greiddi ekki atkvæði með því vegna þess að ég taldi óþarflega langt farið en látum það vera, það var samþykkt hér og mig langar að spyrja: (Forseti hringir.) Hefur þingmaðurinn eitthvað heyrt af þeirri söfnun og hvort þetta er eitthvað notað eða hvað er í gangi, eins og krakkarnir segja?