144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[21:35]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Svona getur það verið þegar fólk kemur að hlutunum frá annarri hlið, þá getum við kannski efast um hvort við höfum gert rétt í eitt og eitt sinn.

Ég velti fyrir mér bókaskattinum og skatti á tónlist. Mundi það ekki bara auka enn meira sölu á þessu, eins og mér fannst þingmaðurinn koma inn á, ef við færum hreinlega með þetta niður í núll, væri það ekki stuðningur við menninguna og menntir í landinu?