144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[22:51]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Við hv. þingmaður erum alveg á sömu blaðsíðu í þessu. Ég bíð spenntur eftir skýrslu sem hæstv. landbúnaðarráðherra hefur boðað að komi inn í þingið frá Háskóla Íslands um tollamál og málefni landbúnaðarins. Ég er ekki í vafa um og ég ætla ekki að gera lítið úr mikilvægi matvælaframleiðslu til framtíðar. Við þekkjum öll það mikilvægi og mikilvægi landbúnaðarins í þeim efnum. En við eigum auðvitað að hugsa um hag neytenda samhliða og tollar á ýmsar kjötvörur, þar sem framboð er takmarkað, við eigum ekki að hika við það.