144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[22:59]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að við getum þá farið að nálgast ef við ætlum að reyna að breyta frumvarpinu í þessa veru. En ég tek undir að nýju með hv. þm. Steinunni Þóru Árnadóttur þegar hún sagði að það mætti aldrei henda að hollustumatvara yrði munaðarvara á sama tíma og við verðstýrðum óhollustunni ofan í þjóðina, sem ég fæ ekki betur séð en gerist með þeim skattbreytingum sem hér eru lagðar til. Ég heyri að hv. þingmaður er opinn fyrir því að við breytum um stefnu, en það þýðir þá breytingar á því sem lagt er til í þessu stjórnarfrumvarpi.