144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[23:00]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Ögmundi Jónassyni fyrir seinni spurningu hans sem í raun var um sama efni; lýðheilsu og sykur. Þetta er vegferð sem við eigum að fara sameiginlega í. Ég held að enginn deili um það að við eigum að tryggja að hér sé holl vara aðgengileg öllum á kostnað óhollari vöru, ef ég get orðað það þannig.

Ég get nefnt sem dæmi að maður mundi telja að flatbrauð með sméri og skyrdós, svona á hraðferð, væri nokkuð holl vara en það er sykur í hvoru tveggja og sykur í öllu. Þetta er vandrataður vegur. En þegar kemur að þessum grunni, þegar við horfum á sælgæti og gos sem í er miklu meiri sykur — já, við eigum að skoða það strax.