144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[23:01]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það kvað við nýjan tón hjá Framsóknarflokknum í ræðunni sem flutt var hér áðan. Hv. þm. Willum Þór Þórsson sagði að sterklega kæmi til greina af sinni hálfu að skoða það að leyfa innflutning á landbúnaðarvörum sem skortur væri á hér á landi án aðflutningsgjalda. Það þykir mér merk yfirlýsing. Án þess að hann þurfi að svara því geri ég ráð fyrir að hann eigi við nautakjöt þegar nautakjöt skortir, osta ýmsa þegar þá skortir, jafnvel svínakjöt þegar það skortir. Það var þó ekki efni minnar ræðu.

Hv. þingmaður sagði af nokkrum sannfæringarkrafti að þetta frumvarp eða breytingartillögurnar sem við ræðum hér feli í sér raunverulegar kjarabætur. Hann vísaði þar um í ágæta framsögu hv. þm. Frosta Sigurjónssonar. En hvað sagði hv. þm. Frosti Sigurjónsson þegar hann var spurður að þessu? Hann sagði: Þar er efinn.

Ef framsögumaður (Forseti hringir.) málsins efast, hvernig getur hv. þm. Willum Þór Þórsson þá (Forseti hringir.) fullyrt þetta af svo miklum sannfæringarkrafti?