144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[23:05]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni fyrir mjög flotta ræðu og hlý orð í minn garð. Ég þekki þetta úr íþróttunum, að hrósa andstæðingnum eins og mögulegt er og koma svo bara fram af mikilli festu þegar þeir liggja veikir fyrir.

En ég er ekkert veikur fyrir varðandi þetta. Ég er mjög hrifinn af þessu frumvarpi og hef ekki dregið dul á það. Ég tel að einföldunaráhrifin og skilvirkniáhrifin í þessu frumvarpi og það að tryggt er að hagur allra tekjuhópa batni skipti mestu máli þegar upp er staðið.