144. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:45]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Nú þegar afgangur er á ríkissjóði er þá virkilega ástæða til að leggja auknar álögur á sjúklinga? Finnst stjórnarmeirihlutanum það virkilega nauðsynlegt þegar afgangur er á ríkissjóði, á meðan veiðigjöld eru lækkuð svo tugum milljarða skiptir? Og ef hv. þingmaður er svona spenntur fyrir þessari vinnu og því að koma henni á og halda henni áfram, af hverju er ekki búið að koma henni á núna þegar næstum því tvö ár eru liðin frá því að ný ríkisstjórn tók við? Nei, það er ekki gert heldur er álögum létt af forríku fólki og skellt á sjúka. Það er stefna hægri stjórnarinnar.