144. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:50]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta svar og eins fyrir að segja það að hún vilji taka þetta mál til skoðunar á milli 2. og 3. umr. Ég held að það sé mjög mikilvægt að einmitt núna þegar við höfum borð fyrir báru, afkoma ríkissjóðs hefur verið að batna, þá skerum við ekki við nögl til þeirra sem njóta greiðslna úr almannatryggingakerfinu. Rannsóknir hafa sýnt að öryrkjar eru þjóðfélagshópur sem er mjög líklegur til þess að búa við fátækt eða fátæktarmörk, þess vegna verðum við núna þegar við getum að setja peninga í málaflokkinn.