144. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[22:30]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Það gleður mig ólýsanlega mikið að heyra að þetta sé áherslan sem hv. þingmaður hefur, að læknar, heilbrigðisstarfsmenn eiga að fá sérmeðferð og við þurfum þjóðarsátt um það, sér í lagi í þessu árferði. Hver talan er, við erum sammála um að við vitum ekki hver hún er. En við erum með, ríkið er með samningamenn, ríkið er með landlækni. Ríkisstjórnin getur komist að því og getur farið í samninga þar sem menn eru nokkuð sáttir við að með ákveðinni tölu sem menn lenda á endum við ekki í þessum neikvæða spíral og missum ekki mannauðinn okkar.