144. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[22:49]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti telur sig hafa svarað býsna skýrt. Forseti talaði um að þessi umræða færi fram yfir miðnætti, ekki mjög langan tíma fram yfir miðnætti. Það mun ráðast af því hvernig stendur á spori. Forseti vekur athygli á því að ræðutími hv. þingmanna er 40 mínútur sem forseta sýnist flestir hafa nýtt sér auk þeirra andsvara sem þessar ræður hafa kallað fram. Þess vegna er ekki hægt að gefa nákvæmt svar um það upp á mínútu og sekúndu hvenær þessari umræðu lýkur en það eru þó áform forseta að halda áfram eitthvað fram yfir miðnætti.