144. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[22:50]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil segja það skýrt að ég tel að forseti hafi tekið mjög vel á þessari málaleitan. Fyrir mína parta get ég gengið snemma til náða í kvöld en ég get líka verið hér alla nóttina ef því er að skipta því að ég nýt hverrar mínútu með forseta meðan hann situr á þessum stóli. [Hlátur í þingsal.] Hitt er svo annað mál að ég get ekki annað en tekið undir með hv. þm. Helga Hjörvar, að þeir sem eiga að fara til fundar í fyrramálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þurfa að vera ákaflega vel hvíldir ef þar á að ræða skýrslu um sparisjóðina.