144. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[23:17]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Við getum auðvitað tekið lengri tíma í að ræða skuldirnar en mig langar að spyrja aðeins út í sykurskattinn. Hv. þingmaður talaði um að hann væri ekki nægilega hár til að þjóna lýðheilsumarkmiðum sínum en samt sem áður er það þannig að ef lítill krakki fær 100 kr. til að kaupa bland í poka fær hann færri mola í pokann ef sykurskatturinn er fyrir hendi en ef skatturinn er tekinn af og það er gott fyrir barnið.

Ég vil spyrja hv. þingmann hvort honum hefði ekki þótt koma til greina að hækka skattinn þannig að hann næði þá markmiðum sínum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er með sykur á válista sínum ásamt tóbaki og áfengi og sykurát Íslendinga skapar heilsutjón og kostnað í heilbrigðiskerfinu. Kom til greina af hálfu stjórnvalda að hækka sykurskattinn? Hver er skoðun hv. þingmanns á þessu máli?