144. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[23:18]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Svarið er já. Ég hefði talið að það þyrfti að hækka sykurskattinn verulega frá því sem var. Eins og ég sagði í ræðu minni held ég að hann þjóni ekki tilgangi sínum nema hann sé hækkaður. Annaðhvort sleppa menn honum eða hækka hann verulega. Skoðun mín er sú að við hefðum gjarnan mátt fara þá leið að hækka þann skatt að ósekju. Ég ætla ekki að tala fyrir hönd annarra í stjórnarflokkunum, þetta er bara mín persónulega skoðun að það hefði verið ágætisleið til tekjuöflunar.