144. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[00:15]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Það sem ég tel að skipti máli, og ég var að rekja í fyrra svari mínu, eru meðal annars tækjakaup og aðbúnaður. Það er þess vegna sem ríkisstjórnin hraðar hönnun á nýju sjúkrahúsi og reynir að mála upp þá mynd að við ætlum í breytingar. Við erum þegar farin að breyta til að bæta þessar starfsaðstæður. (JÞÓ: Ef við missum læknana.)

Við höfum aldrei áður varið jafn miklum fjármunum til reksturs Landspítalans. Við heyrðum forstjóra Landspítalans segja í útvarpsviðtali að hann sé ánægður með þau viðbrögð sem koma fram við 2. umr. Við getum ekki í stórum stökkum bætt risafjárfúlgum þar inn. Þetta verður að gerast hægt og bítandi. Við erum á réttri leið.