144. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[00:20]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hef miklar áhyggjur af þessari aðgerð sem á að framkvæma á árinu 2015 vegna þess að það eru 522 ársnemendur í framhaldsskólum landsins sem eru 25 ára og eldri og stunda bóknám. Það er gert ráð fyrir að þeir hverfi allir út úr skólunum ef marka má fjárlagafrumvarpið og þær tölur sem þar koma fram. Það er talað um að nemendur geti farið á Bifröst eða í Keili á Suðurnesjunum, stundað þar nám og tekið ígildi stúdentsprófs, en auðvitað fylgir því miklu meiri kostnaður, bæði fyrir nemandann og eins fyrir Lánasjóð íslenskra námsmanna vegna þess að þetta er lánshæft nám. Síðan fá þessir skólar ekki aukið fjármagn til að taka við þessum nemendum.

Ég hef áhyggjur af því að stjórnarmeirihlutinn átti sig ekki á þessum (Forseti hringir.) afleiðingum. Hvað vill hv. þingmaður gera varðandi Bifröst og Keili?