144. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[12:09]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki í þessu stutta andsvari að forgangsraða fyrir RÚV eða segja fyrir um hvað ætti að skera niður. Það er meira og stærra mál en svo að það verði leyst hér á hálfri mínútu.

Það er alveg rétt að þetta er miðill í ríkiseigu en hann er þrátt fyrir það óháður. Hlutverk hans er að flytja okkur fréttir og annað efni og sjá til þess að við séum upplýst án þess að til komi áhrif frá stjórnmálamönnum.

Með það í huga finnst mér ekki rétt að við stöndum hér og segjum: Þú átt að skera þetta niður, þú átt að skera þetta niður og þú átt að leyfa þessu að standa. Það er ekki hlutverk okkar að gera það.