144. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[18:30]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Ég á bágt með að trúa öðru en að hv. formaður fjárlaganefndar hafi heyrt þessi orð. Það gleður mig ef það er hægt að spara 150 milljónir með því að eyða 50. Það eru engin ný sannindi, virðulegi forseti, það gerist við ýmis tækifæri. Það sem mundi ekki síður gera mig sátta við ráðstöfunina væri að það tækist að afgreiða mál hælisleitenda fyrr en gert hefur verið. Það hlýtur að vera mikil prísund og stundum angist að bíða eftir slíkri ákvörðun. Ef það er hægt að stytta þann tíma, vegna þess að biðin er verst, biðin er alltaf verst, er það margra króna virði.