144. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:21]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Í upphafi hennar fór hv. þingmaður yfir það hvernig söguskoðunin virðist vera hjá stjórnarmeirihlutanum og reyndar hjá sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum í landinu þar sem verið er að bera stöðuna sem við stöndum núna frammi fyrir saman við þá stöðu þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna reri lífróður á þjóðarskútunni til að verjast þjóðargjaldþroti. Það tókst sem betur fer og allar súlur eru á uppleið. Ef hér væri í rauninni viðsnúningur ættu þær að vera að fara niður. En heldur hv. þingmaður að fólkið í landinu sem tók dýfuna í hruninu og glímdi við afleiðingarnar og er margt að glíma við enn sé sátt (Forseti hringir.) við svona söguskýringu og finnist þetta trúverðugt?