144. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[22:34]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt. Eins og ég kom inn í ræðu minni hér á undan þá þurfti ekkert að finna hjólið upp að nýju. Það var búið að vinna ítarlega vinnu í velferðarráðuneytinu varðandi þetta efni. Það var búið að móta tillögur sem voru kynntar á vordögum 2012, fyrir bráðum þremur árum síðan. Þær tillögur voru með einróma samkomulagi allra aðila, vinnumarkaðarins, sveitarfélaga og allra hagsmunasamtaka sem komu að málinu, og lýstu allir ánægju sinni með að búið væri að vinna útfærslur að því hvernig ætti að koma þessu í framkvæmd. Síðasta verk fráfarandi ríkisstjórnar var að hefja innleiðinguna með því að hækka tekjuskerðingarmörkin á húsaleigubótunum, annars vegar í ársbyrjun 2013 og aftur um mitt ár 2013. Þannig stóðu mál þegar stjórnarskipti urðu sumarið 2013.