144. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[22:41]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, það er lykilatriði í þeirri hugsun sem var sett fram sem grunnútfærsla í nýju húsnæðisbótakerfi að það er bótakerfi algjörlega burt séð frá búsetuformi og burt séð frá þeim agnúum sem eru í þessu leigukerfi í dag. Það réðst af því hvar menn bjuggu, hvort þeir voru nemendur og höfðu lögheimili skráð á einhverjum stað og svo var þetta orðin spurning um hvort viðkomandi átti börn sem voru orðin 18 ára eða ekki vegna þess að þetta var allt miðað við einhvern aldur í stað þess að miða bara við þann fjölda sem er á heimili hverju sinni algjörlega burt séð frá aldri. Við vitum að samsetningar í fjölskyldum eru allt aðrar í dag en voru hér áður. Það er svo margt sem þarf að laga og leiðrétta í þessu, allar þessar tillögur tóku á þessum lykilvandamálum.

Ég nefndi það áðan að um 2 milljarðar þyrftu að koma til á hverju ári næstu ár sem að stærstum hluta væri hægt að leysa með millifærslu úr því sem áður fór í vaxtabæturnar.