144. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[22:48]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég held að það sé alveg rétt hjá hv. þingmanni að hugur okkar er samtengdur í þessum málum eins og í svo mörgum öðrum.

Við skulum heldur ekki gleyma því að það var alveg skýr framtíðarsýn af hálfu sveitarfélaganna — ég tók þátt í þeirri umræðu og þeirri vinnu sem sveitarstjórnarmaður heima í Hafnarfirði á sínum tíma — að horfa til þess að ef koma ætti alvörualmenningssamgöngum á á þessu stóra höfuðborgarsvæði og halda utan um sameiginlegt skipulag á svæðinu þá yrði það ekki gert nema við gætum byggt upp þetta fyrirtæki og þessa þjónustu af einhverri alvöru líkt og við þekkjum hér í nágrannalöndunum. Það gengi ekki að vera með þetta í einhverju hálfkáki eins og var búið að vera um langt árabil.

Alvöruþjónusta kallar á að við getum tryggt það að (Forseti hringir.) þessar almenningssamgöngur verði byggðar upp af alvöru.