144. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[23:23]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil gjarnan lýsa því betur eða reyna að spá í spilin og velta þeim hættum upp sem eru fram undan ef þetta er á áætlun, að auka kostnaðarþátttöku þannig að fólk fer að reiða fram veskið áður en það leggst inn á spítala og þarf að hugsa sig um hvort það hafi raunverulega efni á því að fara í þessa og hina meðferðina. Það verður auðvitað misskipting, það verður þannig að fólk fer ekki og fær þá þjónustu sem það þarf og þá sjáum við stéttaskiptingu, held ég, í fyrsta skipti fyrir alvöru í þessu landi.