144. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[23:30]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að segja að það voru svo mikil vonbrigði af því að það er ekki eins og um sé að ræða háar fjárhæðir hérna. Það er því miður ekki þannig að stjórnarmeirihlutinn geri þá eitthvað annað í staðinn í þessum málum. Það á til dæmis ekki að greiða niður sálfræðikostnað og verið er að leggja niður ýmsa þjónustu á sjúkrahúsum að því er virðist. Við vitum ekkert hvernig það kemur niður á börnum, neyðarmóttaka vegna kynferðisofbeldis er í lamasessi. Það er ekki verið að reyna að gera hana betri, þannig að já, því miður held ég að það megi túlka það þannig.