144. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[13:58]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég bið afsökunar á að hafa talað of lengi áðan. Ég vildi segja að af því við erum í þessum söguskýringum ættum við kannski líka að rifja upp af hverju Icesave varð til. Það var út af því hvernig bankakerfið hérna var einkavætt og það var ekki á vakt fyrrverandi ríkisstjórnarflokka.

Það er alveg auðséð í þessu fjárlagafrumvarpi og tengifrumvörpum að verið er að færa fé frá þeim sem minna mega sín og létta álögum af þeim sem hafa það betra. Það er verið að innleiða sjúklingagjöld, það er verið að hækka beingreiðslur sjúklinga um 1,9 milljarð í kerfinu. Ég trúi því ekki að hv. þingmanni, sem ég hélt að væri félagshyggjumaður, finnist þetta í lagi.