144. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[14:03]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er ekki viss um að þeim sem búa nú þegar við fátækt hugnist það sérstaklega vel að við bíðum bara róleg og vonum það besta. Það eru mörg teikn á lofti um það að misskipting fari vaxandi í samfélagi okkar og ég er þeirrar skoðunar, og tel mig hafa fært nokkuð góð rök fyrir því, að það fjárlagafrumvarp sem við ræðum hér sé því miður einmitt til þess fallið að auka þá misskiptingu.

Hv. þingmaður hefur líka talað um að við þurfum að hugsa um þjóðarbúið. Eins og hann kom inn á eru gríðarmörg verkefni sem bíða okkar, t.d. barnafátækt, sem ég talaði um áðan.

Hv. þingmaður minntist á vegakerfið sem þarf meiri peninga, heilbrigðiskerfið. Hvort er það svo að við öflum ekki nægra tekna eða deilum hreinlega vitlaust? Eða hvort tveggja?