144. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[14:48]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er sammála því, við eigum ekki að gera hlé á störfum í þessum þingsal fyrr en þetta mál er leyst. Ég er líka sammála þingmanninum um að það er svolítið rangt að tala um frí í þessu sambandi, það er undir hverjum og einum komið hvað hann vinnur í tengslum við sín störf sem þingmaður. Þarna held ég að við séum alveg sammála.

Ég held og held ekkert um það, ég veit að varnaðarorð lækna eru ekki meint sem hótanir heldur yfirlýsing um hvað raunverulega bíði ef ekki nást samningar. Þá er mjög stór hópur þeirra hættur störfum. Ég held að það sé bara staðreynd. Það verður að hlusta á þessi varnaðarorð og koma til móts við kröfur lækna þannig að samningar náist.