144. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[14:55]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það hefur ekkert breyst í afstöðu minni varðandi tekjudreifingu og tekjumun í landinu. Ég vil að dregið verði úr honum og ég vil hækka og bæta kjör þeirra umönnunarstétta sem starfa við óviðunandi kjör.

Ég vil líka horfa til þess að læknar sem ekki hafa hreyft sig áratugum saman, eða allar götur frá því að þeir fengu verkfallsrétt 1986, eru núna í fyrsta skipti í verkfalli. Það er háð tekjunum og það er háð öllu álagsumhverfinu. Og þeir sem eru með háar tekjur er m.a. fólkið sem vinnur á næturnar og á jólanóttina og um páskana o.s.frv., við skulum ekki gleyma því. Við verðum að horfa á það umhverfi sem fólkið starfar í.

Nú er bara svo komið að það segir í þessu brotna umhverfi sem það hrærist í: Við getum ekki meir. Við erum ekki tilbúin að starfa við þessi kjör lengur. Og við verðum bara að horfa raunsætt á það. Þannig er það. (Gripið fram í.)