144. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[15:03]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég verð eiginlega að svara því á þennan veg: Ég veit það ekki. Það sem ég veit er að ég hefði ekki viljað og vildi ekki falla frá þeim skatti sem við erum með núna. Síðan held ég að hitt hljóti alltaf að vera mati háð, matsatriði, hvernig við högum úrræðum okkar, annars vegar með verðstýringu og hins vegar með upplýsingum og öðrum þáttum sem mér koma ekki í hug í augnablikinu.

Ég treysti mér einfaldlega ekki til að nefna tölu í þessum efnum, en ég treysti mér til að tala um tilhneiginguna og hvert beri að stefna. Ég tel að við séum að stefna í ranga átt með því að falla frá þessum vörugjöldum.