144. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[15:05]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þarna fræddi hv. þingmaður mig um þátt sem ég kannski taldi ekki upp áðan og hefði betur gert, það er hreyfingin, það er hvernig við högum okkur í því efni. Ég held að þetta sé einhver kokteill.

Hvað varðar verðlagið þá skiptir það máli fyrir unglinga, sem hafa takmörkuð fjárráð, hvað lítrinn af kók eða appelsíni kostar, það skiptir máli. Enda telur ríkisstjórnin og fjármálaráðuneytið það skipta máli, þess vegna er hún með töluna og töfluna í frumvarpstextanum sínum til að segja okkur hvað menn muni græða á tveggja lítra kók. Ég man ekki hvað það var mikið en það voru nokkuð margar krónur.

Auðvitað skiptir það máli hvert verðlagið er. Þess vegna niðurgreiðum við mjólkina og hollustuna en ekki kókið (Forseti hringir.) eða gosdrykkina. Þannig að ég held að þetta sé þessi blanda, hreyfing, (Forseti hringir.) upplýsing og verðlag.