144. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[15:52]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Þetta voru mjög margar spurningar. Ég efast um að ég nái að svara þeim öllum ítarlega, en góðar voru þær.

Eins og ítrekað kom fram í ræðu minni þá finnst mér tímabært að við endurskoðum mjög margt í kerfunum okkar og horfumst í augu við að þau kerfi sem smíðuð voru fyrir töluvert minna samfélag þurfa að fara í gegnum heildræna endurskoðun. Það á líka við um það peningakerfi sem við búum við.

Það hófst töluvert mikil umræða um það á síðasta kjörtímabili eftir hrun. Mér hefur fundist hægjast töluvert á þeirri umræðu og spurning hvort við þurfum ekki að taka fastari tökum allar þær umræður sem hófust og eru einhvers staðar úti í miðri á.

Síðan — nú, ég er búin með tímann strax.