144. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[20:32]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég er alveg hjartanlega sammála hv. þm. Katrínu Jakobsdóttur. Það er ótrúlega oft sem ég er sammála henni. En ég tek heils hugar undir það, þetta var ákveðið svona og hæstv. menntamálaráðherra ítrekaði að svona ætti að vera kosið, þetta væru fulltrúar þjóðarinnar miðað við það sem væri á Alþingi þó að hlutföllin í því væru kannski ekki alveg rétt. Við eigum líka að hlusta á þjóðina. Við erum oft með skoðanakannanir þar sem fólk er spurt að því hvort það vill hafa Ríkisútvarpið og 85% þjóðarinnar vilja það. Ef við getum ekki farið eftir því hvenær eigum við þá að fara eftir þessu?

Ég bind miklar vonir við að framsóknarmenn, ekki síst, stígi niður fæti og breyti þessu og hlusti á þetta. Eins og ég sagði áðan þá dáist ég að þessari stjórn, hún var samhent og benti nákvæmleg á hvað hægt væri að gera til að breyta þessu.