144. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[22:10]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni fyrir afar fróðlega ræðu og skemmtilega. Það er ekki verra þegar fróðleikurinn er settur fram á eins leiftrandi hátt og hér var gert og þannig að eftir er tekið. Mér þótti góður samanburðurinn og umhugsunarverður sem hv. þingmaður gerði á fyrstu árum 10. áratugarins þegar þorskstofninn hrundi og þar með tekjur ríkissjóðs við að nokkru leyti tímann núna í kjölfar hrunsins. En er hv. þingmaður ekki sammála mér um það að við slíkar aðstæður kemur pólitíkin í ljós? Þá skiptir máli hverjir eru við völd.

Ég spyr: Ákvörðun núna um að skerða almenningssamgöngur eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu um 300 milljónir, er það ekki pólitík? Gæti það verið pólitík líka að semja við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna um síðustu áramót um 20% hækkun (Forseti hringir.) en bjóða læknum (Forseti hringir.) á Landspítalanum 3% hækkun? (Forseti hringir.) Gæti verið fólgin í þessu einhver pólitík?