144. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[22:18]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir skýr svör. Ég hallast að því að vera sammála þessari greiningu.

Sjálfur var þessi þingmaður nýkominn út á vinnumarkað akkúrat í djúpu kreppunni, sem hann talaði um, fyrir rúmlega 20, 25 árum og upplifði þá að vera af kynslóð eða hóp sem kom út á vinnumarkað og átti mjög erfitt með að fóta sig á húsnæðismarkaði og missti úr nokkur ár sem urðu til allrar hamingju ekki mjög mörg. Nú hef ég miklar áhyggjur af því að við séum að horfa fram á heila kynslóð sem kunni að missa úr og komast ekki inn á húsnæðismarkað sérstaklega, jafnvel til langframa. Ég hef áhyggjur af því að við séum ekki að undirbyggja félagslegt húsnæðiskerfi nógu hratt. Það væri gaman (Forseti hringir.) að heyra reynsluboltann tjá sig um það.