144. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[11:49]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrirspurnina. Það verður að segjast að hún er ekki óvænt. Eins og ég kom að í máli mínu er uppbygging heilbrigðiskerfisins ekki aðeins mikilvæg heldur er, held ég, í raun sátt um hana í öllu samfélaginu. Ég ber aftur lof á flokk hv. þingmanns, Pírata, fyrir að afla þeirra gagna sem við svo sem höfðum öll tilfinningu fyrir.

Samningar við ríkisstarfsmenn eru auðvitað ekki á borði löggjafans heldur á borði framkvæmdarvaldsins. Þannig að okkar hlutverk á Alþingi er fyrst og fremst að brýna framkvæmdarvaldið og hæstv. ríkisstjórn, sem með það fer, til góðra verka og við gerum það auðvitað með því að ræða málin.