144. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[11:51]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég get eiginlega kvittað nokkuð skýrt undir orð hv. þingmanns. Auðvitað er ábyrgð okkar hér á þingi mjög mikil. Eins og ég sagði í ræðu minni liggur krafturinn í fjárlögum og fjármunum ríkisins, það er aðaltækið til þess að vinna mál, til þess að koma málum áfram.

Það væri óréttlátt að segja að heilbrigðiskerfið sé ekki stór þáttur af íslenska kerfinu og útgjöldum ríkissjóðs. En ég held, ég tek undir það, að vilji sé til þess að gera enn betur og ekki síst í grunnþjónustunni sem eru heilsugæslan og heilbrigðisþjónusta í heimabyggð.