144. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[11:56]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í örfáum orðum segir hann, það er ansi stórt spurt. Ég held að það sem skipti máli fyrir okkur Íslendinga og fyrir íslensk stjórnvöld í dag sé að tryggja að Ísland verði áfram jákvæður staður til þess að búa á, að tryggja að fólk sem mögulega gæti búið annars staðar vilji búa hérna. Ég held að það sé ákveðin tilhneiging í stjórnmálum, og hún er ekkert séríslensk, að höfða fyrst og fremst til þeirra sem fyrir eru, að höfða til þeirra sem eru miðaldra og eldri. Það er kannski engin tilviljun að það er einmitt sá hópur sem skilar sér best á kjörstað og tekur þátt í stjórnmálum. Ég held að það sé tilhneiging til þess að horfa fram hjá vandamálum yngri kynslóðarinnar og framtíðarinnar. Ég hef miklar áhyggjur af því.