144. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[12:05]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get verið sammála hv. þingmanni um að lífeyrisskuldbindingar eru sem hafa verið frá stofnun og allir hafa vitað um. Ég held að mjög æskilegt væri að selja eignir, húsnæðið og lóðirnar, það mundi þá létta af þeim byrðum.

En ég spurði hv. þingmann af hverju hann talaði um niðurskurð vegna þess að hér er um mikla aukningu að ræða. Þetta er um 12% aukning milli ára. Ef tillaga stjórnarandstöðunnar nær fram að ganga um að hækka álögur á almenning í landinu miðað við þær forsendur sem eru í fjárlagafrumvarpinu og setja þá fjármuni í Ríkisútvarpið er þetta hækkun upp á 17%. Ég tel mjög mikilvægt að við ræðum um ríkisfjármálin út frá staðreyndum og málefnalega. Það er engin leið að halda því fram að í fjárlagafrumvarpinu sé tillaga um niðurskurð gagnvart Ríkisútvarpinu, því er þveröfugt farið. Hér er gerð tillaga um mjög mikla aukningu til Ríkisútvarpsins.