144. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[15:41]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Í allri þessari umræðu hef ég talað við mjög marga lækna. Ég hef talað við sitjandi landlækni og landlækni til 25 ára, Ólaf Ólafsson. Allir eru sammála um að það sem hefur tryggt að við höfum þá sérfræðinga sem við höfum á Íslandi, við búum svo vel að hafa góða sérfræðinga á Íslandi, sé að þeir komu heim, jafnvel þótt aðstaðan og tækin væru svolítið lélegri, launin væru svolítið lægri og svolítið meira vinnuálag — þeir komu samt heim. Þetta er ekki tilfellið í dag. Það þarf alla vega eitthvað af þessu þrennu að vera í lagi, hefur mér verið sagt, til þess að læknar segi: Jæja, ókei, við skulum koma heim til Íslands og reyna þetta. Þegar allt þetta fer úrskeiðis og við erum komin langt á eftir öðrum ríkjum þá koma læknar ekki eða ef þeir koma þá staldra þeir stutt við. Núna segir unga fólkið að það ætli ekki einu sinni að sækja um lágmarksstöður hér á landi.

Þetta er staðan (Forseti hringir.) í heilbrigðiskerfinu. Forgangsröðun (Forseti hringir.) landsmanna er algjörlega skýr. Nú (Forseti hringir.) hafa margir þingmenn sagt að þeir ætli ekki að afgreiða fjárlögin fyrr en þessi (Forseti hringir.) deila hefur verið leyst.